fös 25. nóvember 2016 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Nott. Forest hafði betur í rosalegum leik
Henri Lansbury var í stuði
Henri Lansbury var í stuði
Mynd: Getty Images
Barnsley 2 - 5 Nott. Forest
1-0 Sam Winnall ('5 )
1-1 Henri Lansbury ('13 )
2-1 Marley Watkins ('14 )
2-2 Apostolos Vellios ('24 )
2-3 Henri Lansbury ('45 )
2-4 Ben Osborn ('63 )
2-5 Henri Lansbury ('82 , víti)
Rautt spjald: Marley Watkins, Barnsley ('66 )

Hann var frábær skemmtun, föstudagsleikurinn í ensku Championship-deildinni í kvöld. Barnsley fékk Nottingham Forest í heimsókn og úr varð hin mesta skemmtun.

Liðin voru á svipuðum stað í töflunni fyrir leikinn og því var eins og gefur að skilja búist við jöfnum leik. Hann var það í fyrri hálfleik, svona stærstan hluta, en þegar dómarinn flautaði til hálfleiks var staðan 3-2 fyrir gestina í Nott. Forest. Henri Lansbury breytti stöðunni í 3-2 með sínu öðru marki rétt fyrir leikhlé.

Frábær fyrri hálfleikur, en í seinni hálfleiknum náðu Forest-menn að sigla sigrinum heim. Mark frá Ben Osborn og þriðja mark Henri Lansbury kláruðu leikinn og lokatölur urðu 5-2 fyrir gestina í þessum fjöruga leik.

Það hjálpaði ekki til fyrir Barnsley að Marley Watkins, kantmaður liðsins, skyldi fá rauða spjaldið um miðjan seinni hálfleikinn, en það er ekki hægt að segja að sigurinn hafi verið í mikilli hættu hjá Forest.

Lokatölur urðu eins og áður segir 5-2 í þessum eina leik kvöldsins í Championship-deildinni á Englandi. Nott. Forest jafnar nú Barnsley að stigum, en liðin eru í 16. og 17. sæti deildarinnar.

Hér að neðan má sjá stigatöfluna í deildinni, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner