Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 25. nóvember 2016 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Conte: Getur verið kostur að vera ekki í Meistaradeildinni
Conte hefur verið að gera mjög góða hluti með Chelsea
Conte hefur verið að gera mjög góða hluti með Chelsea
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að það sé ákveðinn kostur að vera ekki í Meistaradeildinni þar sem liðið geti alfarið einbeitt sér að ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið hafnaði í tíunda sæti á síðustu leiktíð og þess vegna er liðið ekki að spila í Evrópukeppni á þessu tímabili.

Conte, sem tók við Chelsea í sumar, segir að það sé auðvitað leiðinlegt að vera ekki með í Meistaradeildinni, en hann segist einnig líta á það sem kost.

„Það er mikilvægt að fá meiri tíma til þess að undirbúa liðið þar sem ég hef bara starfað hér í fjóra mánuði," sagði Conte aðspurður að því hvort hans lið væri með forskot á önnur lið.

„Þegar þú kem­ur inn með nýj­ar áhersl­ur þá er mik­il­vægt að fá tíma til þess að undirbúa liðið. Þetta getur verið kost­ur, en auðvitað væri ég til í að vera með liðið í Meist­ara­deild­inni."
Athugasemdir
banner
banner