fös 25. nóvember 2016 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Björn Daníel kom AGF á bragðið í stórsigri
Björn Daníel í baráttu við Kjartan Henry Finnbogason í kvöld. Þeir voru báðir á skotskónum
Björn Daníel í baráttu við Kjartan Henry Finnbogason í kvöld. Þeir voru báðir á skotskónum
Mynd: Getty Images
Horsens 1 - 5 AGF
0-1 Björn Daníel Sverrisson ('39 )
0-2 Morten Rasmussen ('43 )
0-3 Mustafa Amini ('44 )
0-4 Morten Rasmussen ('67 )
1-4 Kjartan Henry Finnbogason ('69 )
1-5 Morten Rasmussen ('77 )

Tvö íslensk mörk litu dagsins ljós þegar Horsens og AGF mættust í seinni leik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta var annar leikurinn í 18. umferð deildarinnar.

Það var dálítil bið á fyrsta markinu, en þegar það kom opnuðust flóttgáttirnar. Björn Daníel Sverrisson kom AGF yfir á 39. mínútu og í kjölfarið fylgdu tvö mörk fyrir leikhlé. Gestirnir bættu síðan við tveimur í seinni hálfleiknum, en Kjartan Henry Finnbogason skoraði eina mark Horsens er lokatölur urðu 5-1 fyrir gestina frá Árósum.

Björn Daníel Sverrisson og Theódór Elmar Bjarnson voru báðir í byrjunarliðinu hjá AGF, en þeir voru báðir teknir út af seint í leiknum. Kjartan Henry byrjaði á bekknum hjá Horsens, en kom svo inn á og náði að láta að sér kveða.

Horsens er áfram í sjöunda sæti dönsku deildarinnar, en á meðan færist AGF nær. Árósarliðið er núna með 20 stig í níunda sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner