Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 25. nóvember 2016 18:30
Magnús Már Einarsson
Moyes hefur aldrei unnið á Anfield
Rúnar Vífill Arnarson og David Moyes fylgjast með EM í sumar.
Rúnar Vífill Arnarson og David Moyes fylgjast með EM í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David Moyes, stjóri Sunderland, reiknar með mjög erfiðum leik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Moyes hefur þrettán sinnum farið á Anfield sem stjóri Everton og Manchester United án þess að landa sigri. Sunderland hefur ekki unnið á Anfield síðan 1983 og tölfræðin er ekki með Moyes í liði fyrir leikinn á morgun.

„Það er auðvitað að finna tölfræði, er það ekki? Þið getið sagt hvenær við unnum síðast þarna en ég get sagt að við unnum Hull City í síðustu viku og það er mikilvægast fyrir okkur," sagði Moyes.

„Við förum inn í þennan leik eftir tvo góða sigra og vonandi náum við að gera það sama á Anfield."

„Þetta verður alltaf erfitt. Þeir hafa verið með ótrúlega góð lið hjá Liverpool. Á tíma mínum hjá Everton var alltaf erfitt að spila við þá en við gerðum mikið af jafnteflum, við töpuðum ekki alltaf."

„Ég veit að fólk segir að við höfum tapað oft en við gerðum það ekki og sem betur fer náðum við tvívegis að enda fyrir ofan Liverpool þegar ég stýrði Everton. Það hlýtur að segja ykkur að við höfum staðið okkur ágætlega."

Athugasemdir
banner
banner
banner