fös 25. nóvember 2016 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Goal 
Raiola um skjólstæðing sinn: Hann getur orðið stórstjarna
Mun þessi leikmaður verða ofurstjarna?
Mun þessi leikmaður verða ofurstjarna?
Mynd: Getty Images
Moise Kean, gríðarlega efnilegur leikmaður Juventus, getur orðið stórstjarna hjá ítalska félaginu, en þetta segir umboðsmaður hans, Mino Raiola.

Kean, sem er aðeins 16 ára gamall, hefur verið viðloðandi aðallið Juventus á þessari leiktíð og vakið áhuga hjá stærstu liðum Evrópu, en sjálfur vill leikmaðurinn sanna sig hjá ítölsku meisturunum frekar en að fara eitthvert annað.

Kean hefur verið líkt við vandræðagemsann Mario Balotelli og auk þess að vera með svipaða hárgreiðslu þá eru þeir einnig með sama umboðsmann, hann Mino Raiola, sem er einnig umboðsmaður leikamanna eins og Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic.

„Kean er nafnið til þess að fylgjast með árið 2017, og ég er ekki bara að segja það vegna þess að ég er umboðsmaðurinn hans," sagði Raiola. „Hann er bara 16 ára gamall, en áræðnin og krafturinn sem hann hefur er bara ógnvænlegur. Hann getur orðið stórstjarna hjá Juventus."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner