Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 25. nóvember 2016 21:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: RB Leipzig með sex stiga forskot á Bayern
Orkudrykkjarpiltarnir á toppnum í Þýskalandi
RB Leipzig eru í þægilegri stöðu á toppnum eftir sigur kvöldsins
RB Leipzig eru í þægilegri stöðu á toppnum eftir sigur kvöldsins
Mynd: Getty Images
Freiburg 1 - 4 RB Leipzig
0-1 Naby Keita ('2 )
1-1 Florian Niederlechner ('15 )
1-2 Timo Werner ('21 )
1-3 Timo Werner ('35 )
1-4 Marcel Sabitzer ('79 )

Nýliðarnir í RB Leipzig halda áfram að koma á óvart í þýsku Bundesligunni, en þeir náðu í kvöld sex stiga forystu á toppi deildarinnar með sigri á Freiburg á útivelli. Þessi föstudagsleikur var sá fyrsti í 12. umferð deildarinnar.

Orkudrykkjarpiltarnir í RB Leipzig byrjuðu gríðarlega vel og þeir komust yfir eftir aðeins tvær mínútur þegar miðjumaðurinn Naby Keita kom boltanum netið, 1-0 fyrir getstina frá Leipzig.

Þessi forysta entist þó ekki mjög lengi þar sem Florian Niederlechner jafnaði fyrir Freiburg á 15. mínútu leiksins. Sóknarmaðurinn Timo Werner sá hins vegar til þess að gestirnir færu með forystuna inn í leikhléð og hann gerði sér lítið fyrir og setti tvö mörk og staðan var 3-1 þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.

Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer kláraði svo leikinn endanlega fyrir RB Leipzig, sem eru mikilli siglingu í þýska boltanum. Nú er staða þeirra mjög góð.

Lið Leipzig er áfram taplaust og þeir sem nýliðar eru á toppi deildarinnar, núna með sex stiga forskot á risana í Bayern München. Bayern á leik til góða gegn Bayer Leverkusen á morgun. Freiburg er í tíunda sæti með 15 stig.

Hér að neðan má sjá stöðutöfluna í deildinni, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner