Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 25. nóvember 2016 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Guardian 
Wijnaldum um Klopp: Hann sýndi lífi mínu áhuga
Klopp náði að sannfæra Wijnaldum
Klopp náði að sannfæra Wijnaldum
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafði betur gegn Tottenham í baráttunni um hollenska miðvallarleikmanninn Georginio Wijnaldum í sumar.

Wijnaldum féll með Newcastle á síðasta tímabili, en hann var orðinn þreyttur á fótbolta undir lok síðasta leiktímabils. Hann er þó farinn að njóta sín aftur undir stjórn Klopp hjá Liverpool.

„Ég átti mjög góðar samræður við bæði (Mauricio) Pochettino og Klopp," sagði Wijnaldum í ítarlegu viðtali við The Guardian.

„En á fundinum með Klopp þá hlógum við saman og við ræddum ekki bara um fótbolta. Hann sýndi lífi mínu áhuga og það var gott fyrir mig. Hann hafði ekki aðeins áhuga á fótboltamanninum Wijnaldum, heldur líka manneskjunni Wijnaldum."

„Þegar þú ert ekki á fótboltavellinum þá þarftu að auðvitað að stunda samskipti utan vallar og það er gott ef þú veist eitthvað um hina mennskjuna. Það gerir hlutina auðveldari."

„Þegar ég kom af þessum fundi þá hafði ég góða tilfinningu fyrir því að ég gæti æft með góðum þjálfara, mjög góðu liði sem gæti hjálpað mér að verða betri leikmaður. Hann útskýrði fyrir mér hvernig hann vildi spila og að ég myndi passa vel inn í kerfið sitt. Frá því augnabliki var ég mjög spenntur."
Athugasemdir
banner
banner
banner