mið 25. desember 2013 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool nálægt því að komast að samkomulagi um Salah
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er afar nálægt því að komast að samkomulagi um egypska leikmanninn Mohamed Salah sem leikur með Basel í Sviss en Mirror greinir frá þessu í kvöld.

Salah, sem er 21 árs gamall, hefur verið lykilmaður í liði Basel síðustu tvö árin en hann hefur heillað með svissneska liðinu í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni.

Góðvinur Salah greindi frá því á dögunum að 99,9% líkur væru á því að hann myndi ganga til liðs við Liverpool í janúar og svo virðist sem að enska úrvalsdeildarfélagið sé nálægt því að ganga frá kaupunum á honum.

Liverpool mun borga um 7 milljónir punda fyrir Salah sem hefur skorað 17 mörk í 26 landsleikjum fyrir Egyptaland en hann var valinn leikmaður ársins í Sviss á dögunum.

Toppliðið vill þá einnig fá Ivan Rakitic frá Sevilla en Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri félagsins vill styrkja liðið mikið fyrir átökin í seinni hluta deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner