City horfir til Bruno og Reijnders - Chelsea vill Rodrygo - Leeds hyggst selja Meslier
   mið 25. desember 2013 23:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool nálægt því að komast að samkomulagi um Salah
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er afar nálægt því að komast að samkomulagi um egypska leikmanninn Mohamed Salah sem leikur með Basel í Sviss en Mirror greinir frá þessu í kvöld.

Salah, sem er 21 árs gamall, hefur verið lykilmaður í liði Basel síðustu tvö árin en hann hefur heillað með svissneska liðinu í bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni.

Góðvinur Salah greindi frá því á dögunum að 99,9% líkur væru á því að hann myndi ganga til liðs við Liverpool í janúar og svo virðist sem að enska úrvalsdeildarfélagið sé nálægt því að ganga frá kaupunum á honum.

Liverpool mun borga um 7 milljónir punda fyrir Salah sem hefur skorað 17 mörk í 26 landsleikjum fyrir Egyptaland en hann var valinn leikmaður ársins í Sviss á dögunum.

Toppliðið vill þá einnig fá Ivan Rakitic frá Sevilla en Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri félagsins vill styrkja liðið mikið fyrir átökin í seinni hluta deildarinnar.
Athugasemdir
banner