Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. desember 2017 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aspas tekur sæti Ronaldo í liði tímabilsins
Mynd: Getty Images
Við höfum verið að birta lið tímabilsins frá Goal úr helstu deildum Evrópu. Nú er komið að spænsku deildinni.

Iago Aspas, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er í stað Cristiano Ronaldo á vinstri kanti í liði tímabilsins. Aspas er búinn að skora 11 mörk og leggja 2 upp. Lionel Messi er sá eini sem hefur gert betur.

Það kemur ekki á óvart að Ronaldo sé skilinn utan liðsins vegna skelfilegrar byrjunar hans á tímabilinu.

Real Madrid er óvænt í fjórða sæti deildarinnar, fjórtán stigum frá toppliði Barcelona með einn leik til góða. Þrátt fyrir það komast fjórir leikmenn liðsins í draumaliðið, en aðeins þrír frá Barca.

Jonathan Viera kemst í liðið þrátt fyrir að leika fyrir botnlið Las Palmas, sem er fjórum stigum frá öruggu sæti. Leikmenn á borð við Paulinho og Ivan Rakitic gera sterkt tilkall til draumaliðssætis en fá ekki.

Draumaliðið (4-3-3)
Jan Oblak (Atletico Madrid)
Dani Carvajal (Real Madrid)
Gerard Pique (Barcelona)
Diego Godin (Atletico Madrid)
Marcelo (Real Madrid)
Isco (Real Madrid)
Toni Kroos (Real Madrid)
Jonathan Viera (Las Palmas)
Lionel Messi (Barcelona)
Luis Suarez (Barcelona)
Iago Aspas (Celta Vigo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner