banner
   mán 25. desember 2017 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eboue berst við sjálfsmorðshugleiðingar
Mynd: Getty Images
Eins og við greindum frá á aðfangadag gengur Emmanuel Eboue ekki vel í lífinu um þessar mundir.

Staðan er þó verri heldur en margir halda þar sem Eboue, sem sefur á gólfinu heima hjá vini sínum, segist vera í sjálfsmorðshugleiðingum.

Eboue er orðinn 34 ára gamall og lék fyrir Arsenal undir stjórn Arsene Wenger í sjö ár, frá 2004 til 2011.

Eboue er að ganga í gegnum erfiðan skilnað, er búinn að missa húsið sitt og hefur ekki fengið að hitta börnin sín þrjú síðan Aurelie hætti með honum í júní.

„Aðeins Guð getur hjálpað mér að taka þessar sjálfsmorðshugleiðingar í burtu. Það er sárt að fá ekki að sjá börnin sín. Þetta eru ótrúlega erfið jól," sagði Eboue við Sunday Mirror.

Eboue segist ekki eiga peninga til að borga fyrir lögfræðiaðstoð en ætlar að berjast fyrir sínum réttindum allt til enda.

„Þetta er ekki sanngjarnt. Ég þjáðist mikið til að kaupa þetta hús og núna er búið að taka það af mér. Ég ætla ekki að selja eigur mínar, ég ætla að berjast fyrir mínu máli allt til enda því þetta er svo ótrúlega ósanngjarnt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner