Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. desember 2017 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard: Þetta snýst um það sem gerist á morgun
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard er að gera góða hluti með U18 ára lið Liverpool sem er á toppi deildarinnar.

Gerrard telur lykilatriði bakvið árangur sinna manna vera að þeir líti á hann sem þjálfarann sinn frekar en lifandi goðsögn.

„Atvinnumannaferlinum er lokið. Núna er mitt hlutverk að aðstoða næstu kynslóðir. Þetta snýst um það sem gerist á morgun, ekki það sem gerðist í gær," sagði Gerrard.

„Ég tók eftir því fyrst að strákarnir litu á mig sem leikmann, sem Steven Gerrard. Ég passaði mig á að ræða aldrei um minn eigin feril á æfingum. Núna líta þeir á mig sem þjálfarann Steven Gerrard, ekki goðsögnina."

Gerrard segist sakna þess að spila fótbolta. Starfið hefur hjálpað honum að komast yfir ást sína á því að spila fyrir Liverpool.

„Það hefur verið mjög erfitt að komast yfir það að ég sé hættur að spila fótbolta. Ástandið var hræðilegt í byrjun en er orðið bærilegt núna. Þjálfarastarfið hefur hjálpað mér mikið, en ég finn enn fyrir söknuði. Ég elskaði að spila fótbolta."

Gerrard segist hafa lært mikið á ferli sínum sem atvinnumaður og sé núna orðinn þroskaðari.

„Ég öskra aldrei á leikmennina til að gera lítið úr þeim, ég hef lært mikið í gegnum tíðina.

„Ég hef öskrað hluti sem ég hefði ekki átt að öskra. Ég hef sagt hluti við dómara sem ég hefði ekki átt að segja. Ég hef sagt hluti við leikmenn sem ég hefði ekki átt að segja. Ég hef gert mistök, gríðarlega mörg mistök."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner