Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. desember 2017 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
L'Equipe lýsir Burnley sem rasistafélagi
Mynd: Getty Images
Lýsing franska miðilsins L'Equipe á spútnik liði tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni, Burnley, hefur vakið mikla reiði á Englandi.

Jóhann Berg Guðmundsson er með fast byrjunarliðssæti og er liðið rétt fyrir aftan Arsenal, Liverpool og Tottenham í evrópubaráttunni.

„Verið velkomin til Burnley, 40 kílómetra norðan við Manchester þar sem allt virðist vera frá annarri öld," stendur í upphafi greinarinnar um Burnley.

„Leikmannahópurinn er myndaður 80% af Englendingum og 100% hvítum mönnum og er stjórinn 46 ára rauðhærður Englendingur. Það er erfitt að trúa því að þetta sé tilviljun, í bæ þar sem 70% kaus með Brexit."

Þessi lýsing fór skiljanlega fyrir brjóstið á mörgum, sérstaklega í ljósi þess að L'Equipe er gríðarlega vinsæll fjölmiðill jafnt innan sem utan Frakklands.

Restin af greininni fjallar ekki um kynþætti leikmanna en opnunarmálsgreinarnar eru meira en nóg til að vekja reiði Englendinga.
Athugasemdir
banner
banner