Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. desember 2017 06:00
Ingólfur Stefánsson
Mata: Áfram gakk
Mynd: Getty Images
Juan Mata leikmaður Manchester United segir að liðið megi ekki láta slæm úrslit í síðustu tveimur leikjum hafa áhrif á sig.

Man Utd duttur úr Caraboa bikarnum fyrir Bristol City en Bristol skoraði sigurmark í uppbótartíma. Þeir fengu svo á sig annað mark í uppbótartíma þegar þeir misstu leik gegn Leicester í jafntefli á laugardag.

United eiga þétta dagskrá fyrir höndum en þeir mæta Burnley á öðrum degi jóla, svo eiga þeir leik gegn Southamptin 30 desember áður en þeir mæta Everton á Nýársdag. Mata segir að menn megi ekki hugsa um úrslit leikja sem eru búnir, sérstaklega ekki um hátíðirnar.

„Við erum að spila á tveggja eða þriggja daga fresti núna. Við erum augljóslega pirraðir og reiðir en við verðum að halda áfram og hugsa um næsta leik. Okkur langar að líða betur eftir næstu leiki."

Mata skoraði 2 mörk í 2-2 jafnteflinu gegn Leicester. En United fengu mörg góð færi til þess að klára leikinn.

„Við drápum ekki leikinn, við hefðum átt að gera það. Ef við hefðum unnið þennan leik hefði umræðan verið um hvað við spiluðum vel."

„Þetta var eins og tap, við vorum einum fleiri og fengum fullt af færum og áttum að vinna."

Athugasemdir
banner
banner