Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 25. desember 2017 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sóknarmaður Boavista lést á aðfangadagskvöldi
Mynd: Getty Images
Edu Ferreira, ungur sóknarmaður portúgalska félagsins Boavista, lést á Santo Antonio spítalanum í Porto á aðfangadagskvöld.

Ferreira var aðeins tvítugur þegar hann lést en hann greindist með æxli í fótlegg fyrir nokkrum mánuðum og er það ástæða andlátsins.

Edu byrjaði að æfa með aðalliði Boavista fyrir einu og hálfu ári og framlengdi félagið samning hans fyrr í mánuðinum til að styðja við hann og fjölskylduna á erfiðum tímum.

„Þetta er sorgleg stund. Við munum nota þennan dag til að minnast allra góðu tímana með Edu," stendur í yfirlýsingu frá félaginu í dag, jóladag.

„Þetta skapar tóm í hjörtum okkar sem mun aldrei vera fyllt. Í dag bættist ein stjarna við á himininn. Hvíl í friði, Edu!"
Athugasemdir
banner
banner
banner