mán 25. desember 2017 09:00
Ingólfur Stefánsson
„Við höfum ekki efni á Mkhitaryan"
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan leikmaður Manchester United hefur verið orðarður frá félaginu. Lið eins og Inter og Borussia Dortmund hafa verið orðuð við leikmanninn sem hefur dottið aftarlega í goggunarröðinni á Old Trafford.

Mkhitaryan hefur ekki byrjað leik fyrir Man Utd síðan 10. nóvember í 1-0 tapi gegn Chelsea.

Hans-Joachim Watzke framkvæmdarstjóri Dortmund segir að félagið hafi áhuga á leikmanninum en hann hafi þó ekki trú á því að félagsskipti verði möguleg án mikils ímyndunarafls.

„Ég þekki peningahliðina á félagsskiptum hans til Manchester United betur en flestir. Ég get því sagt það að það þarf mikið ímyndunarafl til þess að sjá fyrir sér þessi félagsskipti."

Jose Mourinho þjálfari Manchester United gaf það til kynna á dögunum að allir leikmenn liðsins væru til sölu fyrir rétt verð. Talið er að United vilji fá um 35 milljónir punda fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner