Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. janúar 2015 10:14
Magnús Már Einarsson
Ben Foster: Pulis er grimmur
Pulis mættur með WBA derhúfuna.
Pulis mættur með WBA derhúfuna.
Mynd: Getty Images
Ben Foster, markvörður WBA, segir að Tony Pulis hafi breytt miklu síðan hann tók við sem knattspyrnustjóri í byrjun árs.

WBA hefur ekki tapað í fyrstu fjórum leikjunum undir stjórn Pulis og Foster er ánægður með stjórann.

,,Hann er grimmur en ég elska það. Mér finnst það vera frábært," sagði Foster.

,,Hann er grimmari við leikmenn. Enginn kemst upp með neitt núna. Hann leyfir leikmönnum ekki að slaka á."

,,Ef ég væri stjóri þá væri ég eins og hann. Þú verður að meðhöndla fótboltamenn eins og krakka stundum. Ef þú gefur tommu eftir þá nýta leikmenn sér það."

Athugasemdir
banner