Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. janúar 2015 15:56
Elvar Geir Magnússon
Carver stýrir Newcastle út tímabilið - Tekur De Boer við?
John Carver stýrir Newcastle til bráðabirgða.
John Carver stýrir Newcastle til bráðabirgða.
Mynd: Getty Images
Greint hefur verið frá því að John Carver muni halda áfram sem stjóri Newcastle út tímabilið.

Margir telja þetta benda til þess að Frank De Boer, þjálfari Ajax, muni taka við stjórnartaumunum eftir tímabilið.

Undir stjórn Carver hefur Newcastle tapað þremur leikjum og gert eitt jafntefli og því enn ekki unnið leik síðan hann tók við af Alan Pardew í upphafi ársins.

Newcastle er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 27 stig, átta stigum fyrir ofan fallsætin. Liðið mætir Hull á laugardag.

De Boer hefur sagt að allt geti gerst næsta sumar þegar tímabilinu er lokið í Hollandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner