Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. janúar 2015 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Framboð Ginola til forseta FIFA hugsanlega ógilt
David Ginola.
David Ginola.
Mynd: Getty Images
Hugsanlegt er að framboð David Ginola til forseta FIFA verði ógildað af samtökunum vegna brots á siðareglum.

Ginola ákvað að taka slaginn gegn ríkjandi forseta Sepp Blatter, sem er gríðarlega óvinsæll meðal knattspyrnuáhugamanna um allan heim.

Umsóknarfrestur í forsetaframboðinu er til fimmtudags, en þeir sem bjóða sig fram verða að fylgja siðareglum FIFA. En í siðareglunum kemur einmitt fram að þeir sem reglunum þurfi að fylgja megi ekki á nokkurn hátt, beint eða óbeint, tengjast veðmálum.

Þannig er hins vegar í pottinn búið að veðbankinn Paddy Power er að skipuleggja framboð Ginola og borgar honum 250.000 pund fyrir að bjóða sig fram sem forseta.

Talsmaður FIFA sagði óljóst að þessi veðmálaregla gæti vel átt við forsetaframbjóðendur, en tók það ekki skýrt fram.


Til að Ginola verði gjaldgengur þarf hann að fá tilnefningu frá fimm af 209 knattspyrnusamböndum FIFA fyrir fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner