Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 26. janúar 2015 09:46
Magnús Már Einarsson
Juan Roman Riquelme leggur skóna á hilluna
Mynd: Getty Images
Argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 36 ára að aldri.

,,Ég hef ákveðið að hætta að spila fótbolta. Sunnudagar voru bestu dagar vikunnar þegar ég fór út á völl og gerði það sem ég elskaði. Núna mun ég gerast stuðningsmaður," sagði Riquelme.

,,Ef ég hefði ætlað að halda áfram þá hefði það þurft að vera eitthvað spennandi fyrir mig."

Riquelme spilaði síðustu leiki ferilsins með Argentinos Juniors eftir að hafa leikið með Boca Juniors í sex ár þar á undan.

Riquelme gekk í raðir Barcelona árið 2002 en stoppaði stutt við áður en hann spilaði með Villarreal í fjögur ár. Hann lék einnig 51 landsleik með argentínska landsliðinu á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner