Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. janúar 2015 09:00
Alexander Freyr Tamimi
Kiko Insa á leið aftur til Íslands?
Kiko Insa lífgaði upp á Ólafsvík.
Kiko Insa lífgaði upp á Ólafsvík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Insa Bohigues Fransisco, betur þekktur sem Kiko Insa, gæti verið á leið aftur í íslenska knattspyrnu.

Insa gekk til liðs við Víking Ólafsvík fyrir tímabilið 2013 og var einn af betri varnarmönnum Pepsi deildarinnar það sumar.

Spánverjinn greindi frá því á Twitter í dag að hann væri líklega aftur á leið í íslenska boltann, nánar tiltekið Pepsi deildina.

Þegar Hjörvar Hafliðason hjá Stöð 2 Sport spurði hann nánar út í málið sagði Kiko að hann færi til Íslands ef það væri Guðs vilji.



Athugasemdir
banner
banner
banner