mán 26. janúar 2015 22:11
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Getafe hafði betur gegn Celta Vigo
Pablo Sarabia skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri Getafe
Pablo Sarabia skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri Getafe
Mynd: Getty Images
Getafe 2 - 1 Celta Vigo
0-1 Charles ('15)
1-1 Alvaro Vazquez ('19)
2-1 Pablo Sarabia ('85)

Getafe mætti Celta Vigo í fallbaráttuslag í eina leik dagsins í spænsku efstu deildinni.

Charles kom gestunum yfir eftir korter en Alvaro Vazquez jafnaði skömmu síðar og var staðan jöfn í hálfleik.

Heimamenn fengu mörg færi í leiknum og klúðraði Diego Castro vítaspyrnu fyrir heimamenn seint í leiknum.

Það var þó Pablo Sarabia, sem lagði fyrra mark heimamanna upp, sem tryggði sigurinn þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar, Getafe er fjórum stigum frá fallsæti og Celta Vigo er stigi ofar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner