Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   mán 26. janúar 2015 12:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Forsíðumynd ef Ödegaard fær sér morgunmat
Martin Ödegaard á fréttamannafundi.
Martin Ödegaard á fréttamannafundi.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Norska undrabarnið Martin Ödegaard gekk í raðir Real Madrid í síðustu viku. Norskir fjölmiðlar hafa farið á hliðina og við fengum blaðamanninn Jörn Henriksen Skjærpe til að segja okkur frá því í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu FM 97,7 á laugardag.

„Það hefur verið Ödegaard æði í gangi hérna. Hann er búinn að vera á forsíðum allra blaða hérna og allar sjónvarpsstöðvarnar voru með langa dagskrá með umfjöllun um hann," segir Skjærpe í viðtali við Tómas Þór Þórðarson.

„Það er eðlilegt að stærstu fjölmiðlarnir muni fylgjast með þróun hans enda kominn í eitt stærsta félag heims. Hann er að fara að æfa með stórstjörnum eins og Ronaldo. Það verður áhugavert að sjá hvernig hann höndlar pressuna en hann hefur gert það vel að undanförnu."

Norskir fjölmiðlar eru undirlagðir af Ödegaard-fréttum.

„Ef það næst mynd af honum að borða morgunmat þá er það forsíðuefni í blöðunum," segir Skjærpe.

„Norskur fótbolti þurfti á svona innblástri að halda eins og hann kemur með. Það þarf svona hetju eins og Zlatan Ibrahimovic er fyrir Svíþjóð sem dæmi. Fólk vonast til að Martin Ödegaard verði þessi hetja og hann er fyrirmynd ungra fótboltamanna í Noregi sem sjá að hægt er að komast til Real Madrid frá litlu félagi eins og Strömsgodset. Þetta er mjög spennandi."

„Sumir sérfræðingar vilja meina að hann hefði frekar átt að fara í aðeins minna félag, eins og til dæmis Ajax. Á hinn bóginn telja ýmsir að hann hafi tekið stóra ákvörðun sem gæti reynst rétt. Þetta kemur allt í ljós og verður spennandi að sjá hvað gerist."

„Hann er með sérstaka hæfileika. Ég sá hann spila gegn Sandnes Ulf þar sem Strömsgodset vann 3-1. Hann skoraði eitt af mörkunum og átti þátt í hinum tveimur. Hann var yfirburðarmaður á vellinum. Hann er leikstjórnandi sem er mjög þroskaður miðað við aldur. Hann er klókur og snöggur. Margir telja hann hæfileikaríkasta leikmann sem komið hefur frá Noregi. Það er erfitt að mótmæla því," segir Skjærpe.

„Carlo Ancelotti hefur ekki útilokað að Ödegaard komi eitthvað við sögu hjá aðalliðinu á þessu tímabili. Hann gæti fengið sinn fyrsta leik í La Liga í einhverjum leik sem er kannski ekki mikilvægur. Ég er tilbúinn að veðja á að hann spili sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið á tímabilinu."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner