Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. janúar 2015 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Van Praag ætlar í framboð gegn Blatter
Michael van Praag mun veita Blatter samkeppni í forsetakosningum FIFA og mun eflaust hljóta stuðning almennings.
Michael van Praag mun veita Blatter samkeppni í forsetakosningum FIFA og mun eflaust hljóta stuðning almennings.
Mynd: Getty Images
Michael van Praag, formaður hollenska knattspyrnusambandsins, ætlar að bjóða sig fram sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Það þykir því ljóst að Sepp Blatter, núverandi forseti sambandsins, mætir óvenju mikilli samkeppni í forsetakosningunum í ár.

,,Það er vitað mál að ég hef áhyggjur af Alþjóðaknattspyrnusambandinu," sagði van Praag.

,,Það er kominn tími til að sambandið stigi í raunverulega heiminn. Ég vonaði að einhver trúverðugur einstaklingur byði sig fram gegn Blatter en það gerðist ekki þannig að ég verð að taka málin í eigin hendur."

Andstæðingar Blatter eru margir meðal almennings og líklegt er að van Praag veiti Svisslendingnum Blatter meiri samkeppni heldur en Prince Ali Bin Ali Hussein sem vill einnig verða forseti sambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner