fim 26. febrúar 2015 22:35
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: The Guardian 
Chelsea gerir risastyrktarsamning við dekkjaframleiðanda
Samsung fer og Yokohoma kemur.
Samsung fer og Yokohoma kemur.
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur gert styrktarsamning við japanska dekkjaframleiðandann Yokohama. Um er að ræða einn stærsta samning sinnar tegundar í sögunni.

Samningurinn mun taka gildi frá og með næsta tímabili og er hann talinn vera 200 milljón punda virði. Einungis samningur Manchester United við Chevrolet er stærri.

Hvorki Chelsea né Yokohama hafa greint frá innihaldi samningsins, en samkvæmt breskum fjölmiðlum mun hann færa Chelsea 43 milljónir punda á ári í 5 ár.

Merki Yokohama mun vera framan á treyju Chelsea og kemur þar með í stað farsímaframleiðandans Samsung sem hefur verið þar undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner