Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. febrúar 2015 20:42
Daníel Freyr Jónsson
Evrópudeildin: Liverpool úr leik eftir vító
Tolgay Arslan fagnar marki sínu.
Tolgay Arslan fagnar marki sínu.
Mynd: Getty Images
Balotelli var ekki líflegur í kvöld og var tekinn af velli.
Balotelli var ekki líflegur í kvöld og var tekinn af velli.
Mynd: Getty Images
Besiktas 1 - 0 Liverpool (5-4 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Tolgay Arslan ('72 )

Smelltu hér til að sjá vítakeppnina

Staðan var 1-0 fyrir Besiktas eftir venjulegan leiktíma og þurfti því að framlengja þar sem Liverpool vann fyrri leikinn með sömu markatölu.

Varamaðurinn Tolgay Arslan skoraði eina mark leiksins á 72. mínútu með laglegu skoti eftir undirbúning Demba Ba.

Tyrkirnir komust nálægt því að vinna leikinn undir lok venjulegs leiktíma þegar Ba átti skot í slá eftir að leikmönnum Liverpool mistókst að koma boltanum í burtu eftir hornspyrnu.

Í vítakeppninni steig Demba Ba fyrstur á punktinn og skoraði af öryggi. Rickie Lambert jafnaði fyrir metin með þrumufleyg og í kjölfarið skiptust liðin á að skora. Spyrnur beggja liða voru afar öruggar og enduðu allar í netinu þar til spyrna Dejan Lovren í bráðabana fór hátt yfir.

Þar með er ljóst með að Liverpool er úr leik, en Besiktas verður aftur á móti í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitin.

Þá má reikna með að mínúturnar 120 geti sett strik í reikninginn fyrir Liverpool í deildinni. Liðið mun núna ferðast aftur til Englands og fær Englandsmeistara Manchester City í heimsókn snemma á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner