Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 26. febrúar 2015 19:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimavelli Dortmund lokað eftir að sprengja fannst
Signal Iduna Park er einnig þekktur sem Westfalenstadion.
Signal Iduna Park er einnig þekktur sem Westfalenstadion.
Mynd: Daníel Freyr Jónsson
Ósprungin sprengja úr seinni heimsstyrjöldinni fannst nálægt Signal Iduna Park, heimavöll Borussia Dortmund, sem orsakaði að völlurinn var lokaður í dag.

Sprengjan var 250kg að þyngd og fannst hún nokkrum klukkustundum áður en Jurgen Kloppp, stjóri Dortmund, átti að halda blaðamannafund fyrir nágrannaslag Dortmund gegn Schalke um helgina.

Völlurinn var innan við 250 metra radíus frá fundarstaðnum. Var hann því rýmdur ásamt nálægum íbúðum.

Um var að ræða breska sprengju sem varpað var á Dortmund í seinni heimsstyrjöldinni, en slíkar sprengjur finnast reglulega í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner