fim 26. febrúar 2015 21:20
Alexander Freyr Tamimi
Jónas Ýmir fer mikinn á Twitter - Ætlar aftur í framboð
Jónas Ýmir (í bláu) ætlar aftur í formannsframboð.
Jónas Ýmir (í bláu) ætlar aftur í formannsframboð.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Geir Þorsteinsson hlaut 111 atkvæði gegn 9 atkvæðum Jónasar.
Geir Þorsteinsson hlaut 111 atkvæði gegn 9 atkvæðum Jónasar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónas Ýmir Jónasson, sem bauð sig fram sem formann KSÍ á dögunum, segir á Twitter að hann ætli aftur í framboð. Bætir hann því við að hann ætli að sigra.

Jónas Ýmir tapaði framboðinu fyrr í mánuðinum gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni, sem var endurkjörinn með gríðarlegum yfirburðum, 111 atkvæðum gegn 9 atkvæðum Jónasar.

Jónas, sem hefur verið einn af meira áberandi stuðningsmönnum FH undanfarin ár, notaði formannsframboð sitt til að benda á margt sem betur mætti fara innan Knattspyrnusambandsins og talaði einnig um að mótframbjóðendum sitjandi formanns væri gert mjög erfitt fyrir í kjörinu.

Jónas fór mikinn á Twitter nú fyrir skömmu þar sem hann gagnrýndi knattspyrnufjölmiðla, bæði Fótbolta.net og 433.is, fyrir umfjöllun sína. Jónas fékk einmitt tækifæri til að koma sínum málefnum á framfæri í útvarpsþætti Fótbolta.net fyrir formannskjörið.

,,Fótbolti.net og 433 sem eiga að vera óháðir en hafa samt enga gagnrýni eða spurningar til að spyrja KSÍ eftir öll þessi ár," segir Jónas Ýmir á Twitter.

,,Ein einföld spurning sem þeir hefðu getað spurt Geir! Hverjir telja atkvæðin? Veit einhver svarið við því???????"

,,Endilega bæta Sport.is við sem er í eigu 433 en þetta voru einu fjölmiðlarnir á íslandi sem skiptu sér nkl ekkert af kjörinu. EKKERT! #fact," hélt Jónas áfram og bætti svo við.

,,Am i gonna run again? Yes i am, and i am gonna win."

Hann endar svo á að gagnrýna Fótbolta.net ásamt öðrum miðlum fyrir að fjalla ekkert um kjörið.

,,Mótlæti og hroki er hvatning, og mesta hvatningin er klárlega umfjallanir miðla á borð við fotbolti.net 433 og Sport.is #engin".

Uppfært:

Jónas Ýmir er hvergi nærri hættur og bætir við á Twitter:

,,Þessi drottningarviðtöl við Geir eftir endurkjör voru klárlega íslenskum fjölmiðlamönnum til minnkunar."

,,Fact is, þeir sem ég næ að tala við! Munu kjósa mig! Að sýna fokkputta í hita leiksins skiptir engu máli, nema að það sýnir passion."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner