Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. febrúar 2015 07:30
Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg - Nokkur sæti laus
Frá Knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg í Belgíu.
Frá Knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg í Belgíu.
Mynd: Kristján Bernburg
Uppselt er í Páskaskólann hjá Knattspyrnuskóla Kristjáns Bernburg í Belgíu en nokkur sæti eru laus í sumarnámskeiðin.

VITA sport skipuleggur ferðir í Knattspyrnuskólann þar sem aðbúnaður og þjálfun er á heimsmælikvarða.

Þar fá ungir knattspyrnuiðkendur smjörþefinn af því hvernig það er að æfa eins og atvinnumaður, auk þess sem dagurinn er brotinn upp með skemmtilegum samverustundum, skemmti- og skoðunarferðum um svæðin þar sem skólarnir eru.

Allir knattspyrnusnillingarnir sem koma í skólann 2015, hvort sem það er í apríl eða júlí, munu fara í hraða- og snerpuprófun sem belgíski úrvalsdeildarklúbburinn Club Brugge mun standa fyrir.

NÁMSKEiÐIN VERÐA ÞRJÚ ÁRIÐ 2015:
3. TIL 10. APRÍL (PÁSKAR) - UPPSELT!
19. TIL 26. JÚLÍ
26. JÚLÍ TIL 2. ÁGÚST

Nánar má lesa um námskeiðin á vef VITA sport. Smelltu hér til að lesa meira um námskeiðin.
Athugasemdir
banner
banner