Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. febrúar 2015 18:00
Magnús Már Einarsson
Kristján Siguróla og Sveinn Óli í Magna (Staðfest)
Kristján Sigurólason.
Kristján Sigurólason.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni Grenivík hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í 3. deildinni í sumar.

Varnarmennirnir Kristján "Moli" Sigurólason og Sveinn Óli Birgisson hafa gengið til liðs við félagið frá Dalvík/Reyni.

Moli og Sveinn Óli hafa báðir leikið í vörn Dalvíkur/Reynis undanfarin fjögur tímabil.

Þeir félagar eru báðir uppaldir hjá Þór en þeir léku báðir með liðinu í 1. deild áður en þeir gengu til liðs við Dalvík/Reyni.

Þeir munu nú spila með Magna í sumar en Þórsarinn Atli Már Rúnarsson er þar við stjórnvölinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner