Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. febrúar 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Montella: Sáttir með markalaust jafntefli
Mynd: Getty Images
Vincenzo Montella, þjálfari Fiorentina, er vongóður fyrir síðari leik liðsins gegn Tottenham í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Liðin mætast á Ítalíu í kvöld eftir 1-1 jafntefli á White Hart Lane í fyrri viðureigninni.

,,Við þurfum að sýna sama hugrekki og í fyrri leiknum en þurfum að vera aðeins ákveðnari á boltanum," sagði Montella.

,,Við verðum að spila til að vinna, þannig er leikstíllinn okkar, en þrátt fyrir það værum við alveg sáttir með markalaust jafntefli, sama hvað breskir fjölmiðlar hafa um það að segja.

,,Það er ljóst að við verðum að stjórna leiknum. Þeir voru öflugir í fyrri hálfleik gegn okkur en þreyttust í seinni hálfleik og við munum nýta okkur það."

Athugasemdir
banner
banner
banner