fim 26. febrúar 2015 11:00
Elvar Geir Magnússon
Nani: Ég elska Manchester United
Nani hefur staðið sig vel hjá Sporting.
Nani hefur staðið sig vel hjá Sporting.
Mynd: Getty Images
Nani hefur vegnað vel með Sporting Lissabon í portúgölsku deildinni en hann fór til félagsins á lánssamningi frá Manchester United eftir að Louis van Gaal gat ekki lofað honum stóru hlutverki.

Nani segir að framkvæmdastjóri United, Ed Woodward, hafi verið í góðu sambandi við sig.

„Ed Woodward sendi mér skilaboð eftir markið sem ég skoraði á sunnudag og óskaði mér til hamingju með frábært tímabil sem ég er að eiga," segir Nani sem telur það hafa verið hárrétta ákvörðun að fara til Sporting.

Eftir takmarkaðan spiltíma hjá United hefur Nani endurheimt sjálfstraust og fundið taktinn á ný.

„Ég elska Manchester United. Ég ákvað að koma hingað til að fá að spila meira og verða ég sjálfur aftur. Ég tapaði mörgu vegna meiðsla og stjórabreytinga. Nýi stjórinn þekkti mig ekki vel og margt breyttist. Ég þurfti að spila reglulega til að endurheimta gleðina."

Van Gaal segist ekki hissa á misjöfnu gengi Manchester United á tímabilinu.

„Þetta er eðlilegt þegar margir hlutir breytast. Liðið er skipulagðara og sem meiri heild en á síðasta tímabili en skorum ekki eins mörg mörk og við erum vanir," segir Nani.

„Framtíðin? Maður veit aldrei hvað framtíðin býður upp á. Það veltur á mörgum hlutum. Það er margt sem þarf að skýrast."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner