fim 26. febrúar 2015 17:17
Fótbolti.net
Sjónvarpsþátturinn í kvöld - Adolf tekur viðtal við Skúla á sænsku
Klisjur í viðtölum til umræðu
Gestir þáttarins og Magnús Már þáttastjórnandi.
Gestir þáttarins og Magnús Már þáttastjórnandi.
Mynd: Fótbolti.net - Máté Dalmay
Sjónvarpsþátturinn Fótbolti.net er á sínum stað á ÍNN klukkan 20:30 í kvöld.

Þátturinn er endursýndur klukkan 22:30 og á föstudag kemur upptaka af þættinum inn á Fótbolta.net.

Í þættinum í kvöld verður að sjálfsögðu farið yfir fréttir vikunnar og Jose Mourinho verður til umfjöllunar en hann var afar ósáttur eftir jafntefli Chelsea og Burnley um helgina. Einnig verður rætt um þá ákvörðun að hafa HM í Katar að vetri til.

Í síðari hluta þáttarins verður farið yfir klisjur í viðtölum. Benedikt Bóas Hinriksson leikur þjálfara sem kann allar klisjurnar í bókinni og rætt er um klisjur. Adolf Ingi Erlingsson mun í kjölfarið taka viðtal við Skúla Jón Friðgeirsson á sænsku. Sjón er sögu ríkari!

Þáttastjórnandi er Magnús Már Einarsson.

Gestir í fjórða þætti
Adolf Ingi Erlingsson - Útvarpsstjóri Radio Iceland
Benedikt Valsson - Hraðfréttir
Skúli Jón Friðgeirsson - KR

Sjá einnig:
Smelltu hér til að sjá upptöku úr fyrsta þætti (5. febrúar)
Smelltu hér til að sjá upptöku úr öðrum þætti (12. febrúar)
Smelltu hér til að sjá upptöku úr þriðja þætti (19. febrúar)
Athugasemdir
banner
banner
banner