Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. febrúar 2015 10:25
Elvar Geir Magnússon
Suarez: Enska pressan reynir að valda mér skaða
Luis Suarez, sóknarmaður Barcelona.
Luis Suarez, sóknarmaður Barcelona.
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez mætti í viðtal við útvarpssöð í heimalandi sínu í gærkvöldi.

Þar talaði hann um ásakanir þess efnis að hann hafi reynt að bíta Martin Demichelis, varnarmann Manchester City, í Meistaradeildinni á þriðjudag.

„Demichelis setti höndina á hálsinn á mér. Enska pressan vill valda mér skaða, býr til úlfalda úr mýflugu þegar kemur að Luis Suarez. Kannski eru þeir enn sárir eftir HM," sagði Suarez.

Myndbandsklippa sem birtist í gærmorgun virtist sýna Suarez reyna að bíta en frá öðrum sjónarhornum má sjá að það er ekkert til í þeim fullyrðingum.

Suarez skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Börsunga gegn City.
Sjá einnig:
Myndband: Suarez reyndi ekki að bíta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner