Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
banner
   mán 26. febrúar 2018 20:58
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Rúnar Már skoraði beint úr aukaspyrnu í Sviss
Rúnar er 27 ára og á 15 A-landsleiki að baki. Hann verður 28 ára nokkrum dögum fyrir fyrsta leik HM gegn Argentínu.
Rúnar er 27 ára og á 15 A-landsleiki að baki. Hann verður 28 ára nokkrum dögum fyrir fyrsta leik HM gegn Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már Sigurjónsson hefur verið að gera góða hluti á láni hjá St. Gallen í svissnesku deildinni.

Rúnar er þar á láni frá Grasshoppers og virðist vera kominn með byrjunarliðssæti eftir aðeins þrjár vikur hjá félaginu.

Rúnar lék allan leikinn og skoraði í 3-0 sigri St. Gallen á Lugano um helgina.

Rúnar skoraði annað mark leiksins með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu og er hægt að sjá það hér fyrir neðan.

St. Gallen er í þriðja sæti svissnesku deildarinnar, í harðri fimm liða evrópudeildarbaráttu.

Rúnar leikur sem djúpur miðjumaður í 3-5-2 uppstillingu hjá St. Gallen og gerir sterkt tilkall til landsliðssætis fyrir Heimsmeistaramótið.




Athugasemdir
banner
banner