Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   mið 26. mars 2014 14:55
Magnús Már Einarsson
Siggi Hlö vill Moyes burt - Þessi pappakassi ekki boðlegur
Siggi er kominn á Moyes out vagninn.
Siggi er kominn á Moyes out vagninn.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,Við erum með Rio Ferdinand og ég hleyp hraðar en hann, ég er 100 kíló.
,,Við erum með Rio Ferdinand og ég hleyp hraðar en hann, ég er 100 kíló.
Mynd: Getty Images
,,Það er ekki boðlegt fyrir eitt besta félagslið í heimi að vera með þennan pappakassa að stýra þessu," segir útvarps og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Siggi Hlö um David Moyes stjóra Manchester United.

Siggi er stjórnarmaður í Manchester United klúbbnum á Íslandi en hann er mikill stuðningsmaður liðsins. Siggi hefur haldið tryggð við David Moyes í vetur en eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í gær er hann búinn að fá nóg.

,,Ég er yfirleitt þolinmóður maður en ég er brjálaður núna. Ég nenni ekki þessu kjaftæði."

Tapa stórt gegn Bayern
Manchester United mætir Þýskalandsmeisturum FC Bayern í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Siggi er smeykur fyrir þá leiki.

,,Við verðum heppnir með að sleppa með 0-3 af Old Trafford og svo verður þetta slátrun á Arena í Bayern, svona 5-0. Við skorum ekki einu sinni mark í þessum tveimur leikjum," sagði Siggi sem vill breytingar.

,,Ég veit þetta ekki allt best og kann þetta ekki best en svona stýrir maður ekki besta félagsliði í heimi, eins og við séum Brighton & Hove Albion eða eitthvað kjaftæði."

,,Ég er 100 kíló og hleyp hraðar en Rio"
Siggi vonast til að það verði tekið til í leikmannahópi Manchester United í sumar sama hver verður knattspyrnustjóri.

,,Ef við þurfum að sætta okkur við að hafa pappakassann áfram sem stjóra þá vona ég að menn girði sig og kaupi leikmenn. Við erum með Rio Ferdinand og ég hleyp hraðar en hann, ég er 100 kíló."

,,Það þarf að hreinsa til og fá góða leikmenn. Það er ákveðinn kjarni þarna sem menn geta byggt á og ég er alveg til í að taka hann í sátt af því að ég elska félagið mitt en svona gengur þetta ekki."


Í titilbaráttu að ári
Þrátt fyrir að vera í sjöunda sæti núna þá er Siggi bjartsýnn á að Manchester United geti barist um titilinn á nýjan leik að ári.

,,Við skulum fyrst horfa á leikmennina sem koma en ég trúi því alveg. Það er gríðarleg saga þarna og þetta lið á alltaf að vera í topp 3, annað er óásættanlegt. Hvort sem það kemur nýr stjóri eða nýir leikmenn þá verðum við alltaf í topp þrjú á næsta ári, ég lofa því!"

Hér að ofan má sjá viðtalið við Sigga í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner