Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 26. mars 2015 09:38
Elvar Geir Magnússon
skrifar frá Astana í Kasakstan
Eiður Smári: Er klár í það hlutverk sem ég er fenginn í
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta er kannski ekki eitthvað sem ég sá fyrir, fyrir einhverjum tíma en þegar kallið kemur þá var það mjög skemmtilegt og spennandi," sagði Eiður Smári Guðjohnsen við Fótbolta.net í dag.

Eiður Smári er kominn í íslenska landsliðshópinn á nýjan leik og er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Kasakstan á laugardag.

,,Eftir frábæra byrjun hjá liðinu er frábært að koma inn í þetta. Við vitum mikilvægi þessa leiks. Okkar leikur er fyrstur á dagskránni og við getum tekið toppsætið í nokkra klukkutíma. Það verður markmiðið."

Eiður hefur spilað vel með Bolton undanfarna mánuði og hann segist vera tilbúinn að byrja á laugardag.

,,Ég held að það sé ekkert öðruvísi hér en annars staðar. Þegar maður mætir til að undirbúa sig fyrir leik þá verður maður að vera tilbúinn frá fyrstu mínútu. Síðan þarf að bíða og sjá hvaða ákvörðun verður tekin. Við erum með hæfa þjálfara til að meta þá stöðu. Ég er klár í það hlutverk sem ég er fenginn í," sagði Eiður sem líkar vel hjá Bolton.

,,Þegar maður fer af stað í þessari daglegu rútínu upplifir maður þetta enn meira og áttar sig á því að það var ekki kominn tími á að hugsa út í neitt annað. Liðið er að berjast í neðri heluta deildarinnar en það hefur verið fínn stígandi í liðinu síðan ég kom. Núna klárum við tímabilið eins vel og við getum."

Eiður gerði samning fram á sumar en Neil Lennon, stjóri Bolton, vill halda honum á næsta tímabili.

,,Það hefur verið létt spjall milli mín og stjórans. Við erum ekki farnir að ræða þetta á alvarlegum nótum. Miðað við það sem ég heyrði haft eftir þjálfaranum í gær þá er svipuð staða hjá mér. Þetta er að stórum hluta undir mér komið, að halda mér í standi og vera meiðslalaus. Ég þarf að spila sem best. Þá held ég að það verði auðveldara að taka ákvörðun um framtíðina hvort það verði með Bolton eða annars staðar."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner