Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 26. mars 2015 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Enska knattspyrnusambandið ákærir Labadie fyrir að bíta
Mynd: Getty Images
Joss Labadie, leikmaður Dagenham & Redbridge, hefur verið ákærður fyrir ofbeldishneigða hegðun vegna gruns um að hann hafi bitið leikmann Stevenage á laugardaginn.

Labadie virðist eiga við svipað vandamál að stríða og Luis nokkur Suarez, en Labadie fór í 10 leikja bann fyrir að bíta leikmann á síðasta tímabili þegar hann var á láni hjá Torquay.

Labadie er 24 ára gamall miðjumaður sem hefur flakkað um á milli liða í neðri deildum enska boltans síðustu ár. Hann kom til Dagenham síðasta sumar og er búinn að skora tvö mörk í 25 leikjum á tímabilinu.

Miðjumaðurinn hefur tíma þar til klukkan 18:00 þann 30. mars til að áfrýja banninu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner