Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 26. mars 2015 14:30
Magnús Már Einarsson
Hodgson leyfir tómatsósu
Hodgson hefur ekkert á móti tómatsósu.
Hodgson hefur ekkert á móti tómatsósu.
Mynd: Getty Images
Phil Jagielka, varnarmaður enska landsliðsins, segir að andinn í hópnum sé betri undir stjórn Roy Hodgson heldur en hann var undir stjórn Fabio Capello á sínum tíma.

Capello var með mikinn aga og leikmenn voru meðal annars ósáttir við að fá ekki tómatsósu með mat í landsliðsferðum.

Nú er öldin önnur en Hodgson gefur grænt ljós á tómatsósuna.

,,Það mega ekki vera of margar reglur," sagði Jagielka.

,,Ef Fabio vildi ekki að menn myndu fá tómatsósu þá var engin tómatsósa. Roy leyfir okkur að fá tómatsósu ef við viljum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner