Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 26. mars 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FI 
Luca Toni skuldar þýsku kirkjunni rúmlega 250 milljónir
Mynd: Getty Images
Ítalski sóknarmaðurinn Luca Toni skuldar kaþólsku kirkjunni í Þýskalandi rúmlega eina og hálfa milljón evra, sem eru 253 milljónir íslenskra króna.

Toni skuldar þennan pening vegna 8% skatts sem er í Bæjaralandi, þar sem hann lék með Bayern München á árunum 2007 til 2010.

Toni borgaði ekki þennan 8% skatt í þrjú ár vegna misskilnings, þar sem hann var fyrst skráður ótrúaður en því var síðar breytt af umboðsmanni hans.

Toni þurfti þar af leiðandi að greiða 500 þúsund evrur á ári í skatt til kirkjunnar, sem gerir eina og hálfa milljón eftir þrjú ár auk 200 þúsund í vexti.

Málið er í gangi í Þýskalandi þar sem Toni lagði til að hann myndi greiða 500 þúsund evrur, umboðsmaðurinn einnig og Bayern myndi sjá um síðustu 700 þúsund evrurnar. Bayern neitaði þessu og því er útlit fyrir að málið fari fyrir dóm.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner