fim 26. mars 2015 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Godsamskipti
Alfreð Finnbogason er í Twitter dagsins
Alfreð Finnbogason er í Twitter dagsins
Mynd: Getty Images
Kvenréttindabaráttan á Íslandi er ansi öflug á Twitter í dag en fjölmargir fótboltamenn- og konur hafa tekið þátt í umræðunni. Mögnuð bylting sem á fullan rétt á sér en hér má sjá helstu færslur dagsins.


Alfreð Finnbogason, Real Sociedad og íslenska landsliðsins.
Verður þessi ágæti dagur árlegur héðan í frá? Er að spyrja fyrir vin.....#FreeTheNipple

Hildur Antonsdóttir, leikmaður Vals.
Ákvað að eyða nipple myndinni því ef ég ætla á styrk í háskóla í USA gæti þetta komið niður á mér #sorglegt #FreeTheNipple

Anna Garðarsdóttir, leikmaður Vals.
Æfingaferð til Spánar í næstu viku. Bikini toppurinn verður skilinn eftir heima! #FreeTheNipple #NoTanLine

Tómas Leifsson, fyrrverandi leikmaður Fjölnis.
Stutt í leik og enginn með Borat djók. Ég skal byrja. Er Siggi dúlla búinn að redda Borat skýlu? Verður að vera Errea #Vavavíva

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Fylkis og Florida State University.
Myndi örugglega missa skólastyrkinn ef ég tæki þátt í #FreeTheNipple

Árni Vilhjálmsson, leikmaður Lilleström.
Eg er stoltur af kvennþjóðinni #FreeTheNipple

Bergsveinn Ólafsson, leikmaður Fjölnis.
Þær sem setja inn brjóstamynd af sér bara til þess að fá athygli eru að skemma fyrir þeim sem gera það fyrir málstaðinn. #FreeTheNipple

Gummi Ben, lýsandi á Stöð 2 Sport.
Merkilega margir karlmenn að skrá sig á Twitter í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner