Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 26. mars 2015 22:05
Daníel Freyr Jónsson
Vináttulandsleikir: Brasilía lagði Frakkland
Leikmenn Brasilíu fagna marki Neymar í kvöld.
Leikmenn Brasilíu fagna marki Neymar í kvöld.
Mynd: EPA
Frakkland 1 - 3 Brasilía
1-0 Raphael Varane ('21)
1-1 Oscar ('40)
1-2 Neymar ('57)
1-3 Luiz Gustavo ('69)

Brasilíumenn lögðu Frakka að velli í vináttulandsleik sem fram fór á Þjóðarleikvanginum í París í kvöld. Lokatölur urðu 3-1 fyrir gestina.

Stjörnum prýdd byrjunarliðin höfðu að skipa leikmönnum á borð við Karim Benzema, Neymar, Oscar og Willian.

Varnarmaðurinn Raphall Varane kom Frökkum yfir á 21. mínútu með flottu skallamarki, en Oscar jafnaði metin fyrir leikhlé.

Neymar kom svo Brasilíu yfir með sínu 43. landsliðsmarki í síðari hálfleik áður en Luiz Gustavo innsyglaði sigurinn tíu mínútum síðar.

Frakkar eiga framundan leik gegn Dönum í undankeppni EM nú um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner