Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 26. mars 2017 09:30
Dagur Lárusson
Ballack: Ástríða Conte er aðdáunarverð
Ballack í leik með Chelsea.
Ballack í leik með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Micheal Ballack, fyrrum leikmaður Chelsea, dáist að ástríðu Conte og segir að hann sé stjóri sem að trúir algjörlega á leikaðferð sína.

„Ég er mjög hrifinn af honum. Eftir að hann kom inn þá hefur hann náð að endurskipuleggja liðið og eru þeir núna með þægilegt forskot á Tottenham." sagði Ballack.

„Hann breytti kerfinu mjög snemma á leiktíðinni og það virkaði strax, þeir að eru að standa sig frábærlega."

„Ítalskir stjórar eiga það til að velja sér eitt leikkerfi sem að þeir trúa algjörlega og breyta lítið. Það er raunin með Conte og æfa þeir þetta leikkerfi á hverjum degi á æfingum hjá Chelsea."

Ballack eyddi fjórum leiktíðum hjá Chelsea og vann þar fjóra titla.
Athugasemdir
banner
banner
banner