Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. mars 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Coleman: Neil Taylor var mjög niðurdreginn
Mynd: Getty Images
Neil Taylor, bakvörður Wales, var mjög niðurdreginn eftir leik gegn Írlandi á föstudagskvöld. Hann átti skelfilega tæklingu og fékk rautt spjald að launum.

Eftir 21 mínútu í leiknum sem endaði með markalausu jafntefli átti Taylor glórulausa tæklingu á Seamus Coleman, bakvörð Írlands.

Coleman kom mjög illa út úr tæklingu og er illa fótbrotinn. Hann mun ekkert spila meira á þessu tímabili, en óljóst er nákvæmlega hversu lengi hann verður frá.

Chris Coleman, þjálfari Wales, segir að Taylor hafi verið mjög niðurdreginn í klefanum eftir leik.

„Neil Taylor er ekki leikmaður sem gerir svona, en þetta er erfitt fyrir Seamus. Hugur okkar er með honum," sagði Coleman.

„Neil í búningsklefanum, hann var mjög niðurdreginn. Hann var sjálfur meiddur alvarlega og þekkir því þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner