Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 26. mars 2017 18:00
Kristófer Kristjánsson
Everton fylgist grannt með framherja Leeds
Chris Wood hefur skorað 24 mörk í 33 leikjum fyrir Leeds á tímabilinu
Chris Wood hefur skorað 24 mörk í 33 leikjum fyrir Leeds á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Chris Wood, framherji Leeds United, er undir smásjá Everton ef marka má bresku pressuna.

Ronald Koeman er sagður hafa áhuga á að næla í nýja-sjálenska framherjann en hann gæti kostað 26 milljónir punda. Everton gæti hinsvegar þurft að finna arftaka Romelu Lukaku fari svo að Belginn knái yfirgefi félagið í sumar og þá er Wood talinn vera ofarlega á lista.

Hinsvegar gæti reynst vonlaust að krækja í hann ef Leeds kemst upp í ensku úrvalsdeildina en liðið situr í umspilssæti í ensku B deildinni um þessar mundir.

Chris Wood er markahæsti leikmaður Championship deildarinnar með 24 mörk í 33 leikjum og hefur hann verið algjör lykilmaður í liði Garry Monk sem reynir nú að komast aftur í úrvalsdeildina í fyrsta sinn síðan 2004.

„Chris Wood er meira en nógu góður til að spila í ensku úrvalsdeildinni og ég vona að hann geri það einn daginn, helst með Leeds," sagði Neil Redfearn, fyrrum stjóri Leeds.
Athugasemdir
banner
banner
banner