Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 26. mars 2017 15:00
Hafliði Breiðfjörð
Dublin, Írlandi
Helgi Kolviðs: Kitlar að fá að spila þennan leik
Icelandair
Helgi ásamt Degi Sveini Dagbjartssyni starfsmanni landsliðsins á æfingu íslenska liðsins í Parma fyrir helgi.
Helgi ásamt Degi Sveini Dagbjartssyni starfsmanni landsliðsins á æfingu íslenska liðsins í Parma fyrir helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi er hér lengst til vinstri á myndinni í landsleik gegn Mexíkó árið 2003. Nú kitlar Helga að fá að spila leik aftur.
Helgi er hér lengst til vinstri á myndinni í landsleik gegn Mexíkó árið 2003. Nú kitlar Helga að fá að spila leik aftur.
Mynd: Getty Images
„Það gætu orðið nokkrar breytingar á byrjunarliðinu," sagði Helgi Kolviðsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í dag en liðið mætir Írlandi í vináttulandsleik á þriðjudagskvöld.

Íslenska liðið flaug til Dublin frá Albaníu í gær og við heimsóttum liðið í hótelgarðinn hjá þeim.

„Það er æfing á morgun sem við ætlum að fara í gegnum og þá sjáum við líka stöðuna á þeim leikmönnum sem spiluðu síðasta leik. Við tökum þá ákvörðun annað kvöld um liðið," bætti Helgi við.

Arnór Smárason var kallaður inn í hópinn í morgun en þeir Gylfi Þór Sigurðsson, Emil Hallfreðsson og Arnór Ingvi Traustason yfirgáfu hópinn í gær vegna smávægilegra meiðsla.

„Það var skynsemi núna að þeir sem voru tæpir og þeir sem fundu fyrir meiðslum og eru að spila vel með sínum liðum færu heim. Það er líka mikilvægt fyrir okkur. Maður sér það hjá Gylfa og Emil hversu sterkir þeir komi inn þegar þeim gengur vel hjá eigin liðum. Þegar menn lenda í basli eða fá smá meiðsli þá erum við ekki að taka neinar áhættur í þá áttina. Við erum að reyna að gera það besta fyrir okkar leikmenn og þeir skila því líka til baka þegar þeir koma til okkar."

Þokkaleg slagsmál og nokkrir meiddir
Írar mættu Wales í undankeppni EM 2018 á föstudaginn og gerðu markalaust jafntefli í leik þar sem mikið var um slagsmál og baráttu innan vallar.

„Ég er búinn að horfa á þennan leik þrisvar," sagði Helgi. „Það voru þokkaleg slagsmál í leiknum og nokkrir meiddir sem fóru útaf. En þetta var mjög heiðarlegur leikur og maður sér það snýr enginn til baka í návígum í þessum leik. Ef það verður einhver 50/50 bolti þá verðum við að vera tilbúnir að fara í hann. Sá sem hikar tapar!" sagði Helgi og hélt svo áfram og sagðist svo spenntur fyrir leiknum á þriðjudaginn að hann langi til að spila hann sjálfur.

„Þetta er það sem við fílum, skemmtilegur bolti og það er heiðarlegt. Þetta var ekkert dirty leikur. Hann var bara harður og það er líka hluti sem við kunnum. Ég lenti í því á EM í sumar að fylgjast með Írum nokkrum sinnum og stemmningin uppi í stúku hjá þeim er alveg æðisleg. Sem fyrrverandi leikmaður kitlar mig, ef mig langaði að spila einhvern leik þá er það þessi leikur. Ég á mjög erfitt með að tala um vináttuleik þó við verðum vinir eftir á, leikur er leikur og við viljum vinna hann. Það er ekkert annað sem kemur til greina."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner