Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. mars 2017 19:30
Kristófer Kristjánsson
„Hissa að Man City sé ekki að gera betur undir Guardiola"
Roberto Mancini, fyrrum stjóri Man City
Roberto Mancini, fyrrum stjóri Man City
Mynd: Getty Images
Fyrrum knattspyrnustjóri Manchester City, Roberto Mancini, hefur lýst undrun sinni á því að liðinu gangi ekki betur undir stjórn Spánverjans Pep Guardiola.

Man City, sem vann sinn fyrsta úrvalsdeildartitil undir stjórn Mancini árið 2012, er í þriðja sæti, 12 stigum fyrir aftan topplið Chelsea, ásamt því að hafa dottið úr meistaradeild Evrópu í 16 liða úrslitunum.

Mancini viðurkennir að enska úrvalsdeildin sé sú erfiðasta í heimi en hann er engu að síður hissa að sitt gamla félag skuli ekki vera að berjast um titilinn.

„Ég var nógu heppinn til að upplifa frábæran tíma í sögu City þar sem við unnum titla og spiluðum frábæran fótbolta," sagði Mancini við Sunday Post.

„Núna hafa þeir Guardiola sem ég tel vera góðan þjálfara en þeim gengur illa og það er ástæða fyrir því. Á Spáni hafði Guardiola leikmenn eins og Messi og Iniesta, ásamt því að þurfa bara að keppa við Real Madrid um titla."

„Á Englandi er þetta önnur saga, það eru sex lið sem geta barist um titilinn. En samt, ég er hissa vegna að þess að frá 2012 hefur Man City verið sterkasta lið Englands að mínu mati."
Athugasemdir
banner
banner
banner