Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. mars 2017 21:01
Kristófer Kristjánsson
Lengjubikar kvenna: Níu marka leikur í Garðabænum
Elín Metta skoraði tvívegis af vítapunktinum í dag
Elín Metta skoraði tvívegis af vítapunktinum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 3 - 6 Valur
1-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('1)
1-1 Hlíf Hauksdóttir ('25)
1-2 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('28)
1-3 Elín Metta Jensen ('33)
2-3 Donna Key Henry ('40)
3-3 Agla María Albertsdóttir ('48)
3-4 Vesna Elísa Smiljkovi ('57)
3-5 Vesna Elísa Smiljkovi ('61)
3-6 Elín Metta Jensen ('82)

Það fór fram sannkallaður stórslagur í A deild Lengjubikars kvenna í kvöld þegar Stjarnan tók á móti Val í Garðabænum.

Stjarnan komst yfir strax á fyrstu mínútu þökk sé marki Guðmundu Brynju Óladóttur en Valsstúlkur svöruðu með þremur mörkum á átta mínútna kafla. Hlíf Hauksdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Elín Metta Jensen skoruðu allar áður en Donna Key Henry minnkaði munninn fyrir Stjörnuna, 2-3 í hálfleik.

Agla María Albertsdóttir jafnaði svo metin fyrir Stjörnuna strax í upphafi síðari hálfleiks. Eftir það tók Valur hinsvegar við og skoraði næstu þrjú mörkin til að tryggja 3-6 sigur í svakalegum leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner