Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 26. mars 2017 14:32
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Lengjubikarinn B-deild: Þróttur Vogum á toppinn
Þróttarar sigruðu nágranna sína úr Garðinum
Þróttarar sigruðu nágranna sína úr Garðinum
Mynd: Þróttur Vogum
Þróttur Vogum 4 - 2 Víðir
1-0 Hákón Gunnarsson ('5)
1-1 Aleksandar Stojkovic ('23)
2-1 Kristinn Aron Hjartarson ('31)
3-1 Hákon Gunnarsson ('46)
3-2 Alexander Bjarki Rúnarsson ('54)
4-2 Elvar Freyr Arnþórsson ('89)
Rautt spjald: Tómas Ingi Urbancic, Þróttur V. ('39)

Þróttur Vogum tók á móti nágrönnum sínum úr Víði í B-deild Lengjubikarsins í dag. Liðin leika í riðli 1 og voru fyrir leikinn í toppsætunum.

Þróttarar byrjuðu betur og komust yfir með marki Hákons Gunnarssonar. Aleksander Stojkovic jafnaði hins vegar fyrir Víðismenn á 23. mínútu.

Kristinn Aron Hjartarson kom Þrótturum aftur yfir skömmu síðar áður en Tómas Ingi Urbancic, leikmaður Þróttar fékk að líta á sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Þróttur lét hins vegar ekki liðsmuninn á sig fá og komust yfir strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Hákon skoraði sitt annað mark.

Alexander Bjarki Rúnarsson minnkaði muninn á 54. mínútu en á lokamínútum venjulegs leiktíma innsiglaði Elvar Freyr Arnþórsson góðan sigur Þróttara.

Með sigrinum komst Þróttur á topp riðilsins, með betri markatölu en Víðir.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner