Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 26. mars 2017 12:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mancini vill ekki snúa aftur í ensku úrvalsdeildina
Mancini ætlar ekki að snúa aftur til Englands
Mancini ætlar ekki að snúa aftur til Englands
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini er tilbúinn til þess að taka við Celtic og stýra þeim í Evrópukeppnunum eða taka við ítalska landsliðinu. Hann vill hins vegar ekki snúa aftur í ensku úrvalsdeildinni eða fara til Kína.

Mancini stýrði Manchester City í þrjú og hálft ár og gerði þá að Englandsmeisturum tímabilið 2011-12.

Hann hefur verið orðaður við nokkur lið eftir að hann var rekinn frá Inter en Leicester hafði mikinn áhuga á að fá hann eftir að félagið rak Claudio Ranieri.

Hann sagði við Sunday Post að draumur hans væri að stýra ítalska landsliðinu í framtíðinni.

„Á þessari stundu vil ég halda áfram að stýra félagsliðum. Ég held ég fari ekki til Kína. Þeir hringdu í mig en ég sagði nei, þar sem fyrir mig er besti fótboltinn í Evrópu."

„Ég tel að ég erlendur fótbolti henti mér. Kannski á Spáni eða í Frakklandi. Ég hef nú þegar verið í Englandi og unnið þar,"
sagði Mancini

„Skoskir áhorfendur eru þeir bestu í heiminum, ég elska þá. Ef Celtic myndi byggja upp nægilega sterkt lið sem myndi alltaf keppa í Meistaradeild Evrópu, þá væri ég til í stýra þeim einn daginn," bætti Mancini við.
Athugasemdir
banner
banner
banner