Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. mars 2017 07:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Óttaðist að ferilinn væri búinn eftir að hann féll á lyfjaprófi
Livermore. (Lengst til hægri)
Livermore. (Lengst til hægri)
Mynd: Getty Images
Jake Livermore leikmaður WBA undirbýr sig nú fyrir leik Englands og Litháen í undankeppni HM.

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands valdi Livermore í enska landsliðshópinn, Livermore á nú þegar tvo leiki fyrir enska landsliðið.

Livermore féll á lyfjaprófi árið 2014 þegar hann var leikmaður Hull City þegar kókaín fannst í blóði hans. Hann var búinn að ganga í gegnum erfiða tíma fyrir þetta atvik en sonur hans lést árið 2014.

„Á tímabili í lífi mínu hugsaði ég að ég myndi aldrei spila aftur, hvað þá að spila fyrir enska landsliðið," sagði Livermore.

„Ég hef tekið einn dag í einu og spilað fótbolta með knattspyrnufélögum, ég hef byggt mig aftur upp á því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner